top of page

Hver er ég?

Ég heiti Ósk Sigurðardóttir og ég hef brennandi áhuga á því að hjálpa öðrum að gera lífið skemmtilegra og innihaldsríkara. Ég starfa sem leikskólakennari, markþjálfi, listakona og jógakennari. Í leikskólanum nýt ég þess að leiða börnin í jóga, listsköpun og hreyfingu. Í markþjálfa-samtölum aðstoða ég fólk við að koma löngunum sínum í orð og móta aðgerðir til að stefna í átt að draumunum og njóta lífsins á vegferðinni. Listsköpunin er mér dýrmæt útrás og leið til vaxtar í gegnum flæði þar sem útkoman skiptir ekki máli, einungis það að njóta. Jógaiðkun er mér mikilvæg sem leið til að hreyfa líkama minn með umhyggju og á sama tíma nálgast minn innri kjarna. Í jógakennslunni geri ég mitt besta til að skapa notalegt umhverfi þar sem hver og einn fær tækifæri til að gefa sjálfum sér stund til þess að sinna huga, líkama og sál.

20210919_200028 (1)_edited.png
bottom of page